Enski boltinn

Eggert og Theódór ekki með í Íslendingaslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með U-21 landsliði Íslands.
Eggert Gunnþór í leik með U-21 landsliði Íslands. Mynd/E. Stefán

Íslendingaliðin Hearts og Celtic eigast nú við í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn hófst klukkan 12.30.

Hvorki Eggert Gunnþór Jónsson né Theódór Elmar Bjarnason eru í leikmannahópum sinna liða. Eggert hefur átt fast sæti í byrjunarliði Hearts en hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða í vikunni.

Theódór Elmar hefur fá tækifæri fengið með aðalliði Celtic á leiktíðinni.

Celtic er á toppi deildarinnar með 31 stig en Hearts í því sjötta með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×