Lífið

Evel Knievel er allur

Evel Knievel í rakettunni sinni.
Evel Knievel í rakettunni sinni.

Bandaríski ofurhuginn Evel Knievel er látinn, 69 ára að aldri. Hann varð heimsfrægur fyrir dirfskubrögð sín sem jafn oft og ekki mistókust. Með þeim afleiðingum að hann dvaldi langdvölum á sjúkrahúsum.

Knievel var rekinn úr sínu fyrsta starfi, hjá námufyrirtæki, eftir að hann ók mokstursvél á tveim hjólum og reif niður rafmagnslínur með þeim afleiðingum að heimabær hans, Butte í Montana, var rafmagnslaus í margar klukkustundir.

Hann reyndi fyrir sér sem leiðsögumaður veiðimanna. Þeim ferli lauk þegar upp komst að hann lóðsaði veiðimenn sína inn í Yellowstone þjóðgarðinn þar sem nóg var um dýralíf vegna friðunar.

Knievel stökk á mótorhjóli sínu yfir gosbrunnana fyrir framan Ceasars Palace í Las Vegas. Hann komst ágætlega yfir brunnana. Það var bara lendingin sem klúðraðist. Hann lá í dái í 29 daga. Fimm mánuðum síðar krassaði hann aftur þegar hann reyndi að stökkva yfir 15 Mustang bifreiðar.

Knievel fékk NASA í lið með sér þegar hann ætlaði að stökkva yfir Snake River gjána í Idaho. Nasa hannaði fyrir hann rakettu sem hann settist uppí. . Það fór þó allt í handskol og það var fallhlífin ein sem bjargaði honum þegar rakettan  hrapaði oní gjána.

Evel Knievel varð goðsögn í lifanda lífi og líklega einn þekktasti ofurhugi sögunnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.