Enski boltinn

Hodgson hættur með Finna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við finnska knattspyrnusambandið og hætta sem landsliðsþjálfari Finnlands.

Undir hans stjórn náði Finnland góðum árangri í undankeppni EM 2008 og var nálægt því að komast í úrslitakeppnina í Austurríki og Sviss.

Hann hefur verið orðaður við þjálfarastöður víða, en þá helst hjá Englandi, Skotlandi og Írlandi.

Hodgson kom Sviss í úrslitakeppni HM árið 1994 og hefur einnig þjálfað lið Inter Milan, Udinese og Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×