Enski boltinn

Owen á undan áætlun

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle gæti snúið aftur til æfinga eftir aðeins tvær vikur eftir að hafa verið í endurhæfingu í Þýskalandi. Owen sleit vöðva í læri á æfingu með enska landsliðinu um miðjan mánuðinn.

"Michael er að ná sér mun betur en við þorðum að vona og eftir að hann kom frá Þýskalandi er ekki útilokað að hann geti farið að spila á fullu aftur jafnvel nokkuð fyrir jól," sagði Sam Allardyce stjóri Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×