Enski boltinn

Ferguson: Náið í Jose

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Sun hefur eftir heimildamanni sínum í kvöld að Sir Alex Ferguson hafi aðeins einn mann í huga þegar kemur að næsta landsliðsþjálfara Englendinga - Jose Mourinho.

Ferguson er sagður hafa sagt vini sínum að "Mourinho ætti að verða næsti landsliðsþjálfari Englendinga" og hefur fyrir sér einföld rök í því sambandi.

"Það er starf knattspyrnustjóra að fá það besta út úr leikmönnum á taktískan hátt, en starf landsliðsþjálfara Englendinga er fyrst og fremst að hvetja leikmenn sína til dáða - og það gerir enginn betur en Jose Mourinho," er haft eftir Ferguson í Sun.

"Ef enska knattspyrnusambandið leitar til mín og biður mig um lista yfir menn sem ég vil sjá í starfinu, gef ég þeim bara nafn Jose Mourinho."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×