Enski boltinn

Van Gaal bundinn AZ til 2009

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri AZ.
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri AZ. Nordic Photos / AFP

Louis van Gaal getur ekki nýtt sér klásúlu í samningi sínum um að taka að sér stöðu landsliðsþjálfara fyrr en um sumarið 2009.

Í gær sagði hann að hann hefði áhuga að taka að sér starfi landsliðsþjálfara í Englandi og að hann væri með klásúlu í sínum samningi sem heimilaði honum að fara frá AZ Alkmaar í Hollandi til að taka að sér landsliðsþjálfarastarf.

Nú hefur hann leiðrétt þetta og sagði hann að klásúlan tæki ekki gildi fyrr en um sumarið 2009.

„Dirk Scheringa (stjórnarformaður AZ) mun ekki leyfa mér að fara frá félaginu og ég hef heldur engan áhuga á því. Mun það breytast ef enska knattspyrnusambandið býður AZ tíu milljónir evra? Nei, þá þekkir þú ekki Dirk," sagði van Gaal.

Grétar Rafn Steinsson er á mála hjá AZ Alkmaar ásamt þeim Kolbeini Sigþórssyni og Aroni Einari Gunnarssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×