Enski boltinn

Paul Ince líklegastur til að taka við Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Ince er nú knattspyrnustjóri MK Dons.
Paul Ince er nú knattspyrnustjóri MK Dons. Nordic Photos / Getty Images

Gamla kempan Paul Ince þykir nú líklegastur til að taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá Derby en Billy Davies var rekinn úr því starfi í gær.

MK Dons er nú á toppi ensku D-deildarinnar og hafa forráðamenn liðsins engan hug á því að sleppa Ince.

Paul Jewell og Steve McClaren eru einnig orðaðir við stöðuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×