Enski boltinn

Jafnt hjá Leicester og Cardiff

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ian Holloway tók við Leicester fyrir nokkrum dögum og brosti eftir leikinn í kvöld þó hans lið hafi ekki náð sigri.
Ian Holloway tók við Leicester fyrir nokkrum dögum og brosti eftir leikinn í kvöld þó hans lið hafi ekki náð sigri.

Einn leikur var í ensku 1. deildinni í kvöld og var hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Leicester tók á móti Cardiff en leikurinn endaði með markalausu jafntefli í miklum baráttuleik.

Á heildina fékk Leicester betri færi í leiknum en Kasper Schmeichel í marki Cardiff var vel á tánum og hélt markinu hreinu.

Þessi tvö lið eru á svipuðum slóðum í deildinni. Leicester í fjórtánda sæti með 21 stig og Cardiff með tveimur stigum minna í átjánda sæti. Heil umferð verður í deildinni á morgun og miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×