Lífið

Mozart á miðnætti - Requiem flutt á dánartíma tónskáldsins

Laust eftir miðnætti fjórða desember næstkomandi flytur Óperukórinn ásamt sinfoníuhljómsveit Requiem Mozarts í Langholtskirkju. Ástæða þessa sérstæða tónleikatíma, þ.e. kl. 00.30 aðfararnótt 5.des. er sú að verkið er flutt á dánarstundu tónskáldsins, Mozarts, sem lést laust eftir miðnætti aðfararnótt 5. des. 1791, aðeins 35 ára að aldri. Vitandi að hverju stefndi, lagði hann síðustu krafta sína í að reyna að ljúka tónsmíðinni. Það tókst ekki, og eru því lokakaflar verksins samdir af nemanda hans Syßmaer.

Tónleikum Óperukórsins mun ljúka á síðustu tónunum sem Mozart samdi og skráði. Slökkt er á ljósum og tónlistin stöðvuð á þeim stað þar sem talið er að tónskáldið hafi endað skrif sín, og sameinast í þögn í virðingarskyni við listamanninn.

Þetta er í þriðja sinn sem kórinn flytur Requiem Mozarts. Óperukórinn er svo vitað sé eini kórinn í heiminum sem flytur Sálumessuna á dánartíma tónskáldsins og það hefur vakið heilmikla athygli. Í fyrra var fullt út úr dyrum á tónleikana, og komust færri að en vildu. Miða er meðal annars hægt að nálgast á miða.is og í síma 552 7366.

Myndir af æfingu á verkinu í fyrra má sjá hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.