Enski boltinn

Capello: Ekkert heyrt frá Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello þjálfaði síðast Real Madrid.
Fabio Capello þjálfaði síðast Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello segist ekkert hafa heyrt í enska knattspyrnusambandinu síðan hann lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að taka við þjálfun enska landsliðsins.

Capello er talinn líklegastur af veðbönkum í Englandi sem eftirmaður Steve McClaren sem var rekinn á fimmtudaginn síðastliðinn eftir að Englandi mistókst að komast í úrslitakeppni EM 2008.

„Ég hef ekkert heyrt frá enska knattspyrnusambandinu," sagði Capello í viðtali við ítalska sjónvarpsstöð í gærkvöldi. „Enska landsliðið er með nokkra frábæra leikmenn en rétt eins og Spánverjar vinnur liðið aldrei neina titla."

Umræðan á Ítalíu er komið svo langt að farið er að nefna Gianfranco Zola sem aðstoðarmann Capello í starfinu.

Reyndar er talið líklegt að ef Capello verði ráðinn þurfi að ráða honum aðstoðarmann sem tali bæði ensku og ítölsku, eins og Zola eða David Platt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×