Lífið

Jordan viðrar E skálarnar í síðasta sinn

Jordan
Jordan
Ein stærstu brjóst sem sést hafa munu brátt heyra sögunni til. Glamúrmódelið Jordan skartaði ofvöxnum silikonbrjóstunum í síðasta sinn í Late, Late Show þættinum í Dublin á dögunum.

Jordan, sem heitir réttu nafni Katie Price, hefur farið í fjölda brjóstastækkana og notar nú stærð 32E af brjóstahöldum. Það mun breytast fyrir jól, en þá ætlar fyrirsætan að láta skipta stóru púðunum út fyrir minni fyllingar. Þetta gerir hún að áeggjan eiginmannsins, Peter Andre, sem vonar að brjóstin verði stinnari og líflegri fyrir vikið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.