Enski boltinn

Blackburn jafnaði tvisvar gegn Fulham

Blackburn-menn voru seigir í dag
Blackburn-menn voru seigir í dag NordicPhotos/GettyImages

Blackburn lenti tvisvar undir gegn Fulham á Craven Cottage í dag en náði samt að hirða stig úr leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu í fjörugum síðari hálfileik.

Heimamenn náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik þegar Danny Murphy skoraði úr vítaspyrnu. Brett Emerton jafnaði sex mínútum síðar fyrir Blackburn. Diomansy Kamara kom heimamönnum yfir aftur en það var svo Stephen Warnock sem tryggði gestunum jafnteflið með marki 10 mínútum fyrir leikslok.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem mörk undir lok leiks koma Fulham í vandræði. Liðið hefur átta sinnum skorað fyrsta markið í leikjum sínum í vetur en aðeins náð að vinna einn þeirra.

Blackburn er í níunda sæti deildarinnar eftir jafnteflið í dag og Fulham er í því tólfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×