Enski boltinn

Of stór egó í enska landsliðinu

NordicPhotos/GettyImages

Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, vill ekki skella allri skuldinni á Steve McClaren í kjölfar þess að Englendingum tókst ekki að vinna sér sæti á EM í knattspyrnu.

"Mér sýnist bara vera of stór egó í enska landsliðshópnum og það hefur kostað þá. Þetta sýnist mér, sem stend fyrir utan þetta," sagði Keane. Hann vann með Steve McClaren þegar hann spilaði með Manchester United á sínum tíma, en þá var McClaren aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá félaginu.

"Því miður tekur þjálfarinn við öllu skítkastinu eftir þetta, en mér finnst að leikmennirnir ættu að taka eitthvað af sökinni á sig. Þeir verða að taka meiri ábyrgð, ekki síst þegar svona mikið er í húfi. Þegar maður skoðar þá hæfileikamenn sem enska landsliðið hefur í sínum röðumer hreint út sagt ótrúlegt að liðið hafi ekki náð á EM," sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×