Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á sjúkrahúsið á Húsavík í gærkvöldi eftir að bíll fór yfir steinkant og hafnaði ofan í tröppum niður að íbúðarhúsi við Baldrusbrekku í bænum.
Fólkið meiddist lítið en bíllinn er stórskemmdur ef ekki ónýtur. Tveir sluppu líka lítið meiddir úr árekstri á mótum Geirsgötu og Lækjargötu í Reykjavík í gærkvöldi og tvær erlendar ferðakonur sluppu alveg ómeiddar eftir að bíll þeirra valt tvær til þrjár veltur út af Biskupstungnabraut í gær.