Lífið

Hundurinn sá eini sem notaði fyrsta hlaupabrettið

MYND/Fréttablaðið
Dísa og Bjössi í World Class byrjuðu líkamsræktarstöðvaveldi smátt. Í fyrstu stöðinni sinni voru þau einungis með eitt hlaupabretti sem enginn notaði nema hundurinn þeirra, gestum stöðvarinnar til mikillar skemmtunar. Nú eru hlaupabrettin ólíkt fleiri, og stöðvarnar að nálgast þrjátíu.

Líkamsræktarfrömuðurnir eru gestir Sirrýjar í Örlagadeginum í kvöld, þar ræða þau uppganginn, útrásina og hvernig hugmyndin að Laugum kviknaði upphaflega. Björn beið 17 ár eftir að draumur hans yrði að veruleika og margir álitu hann ,,klikkaðan" en það var Ingibjörg Sólrún þáverandi borgarstjóri sem sá möguleikann í draumum hans."

Hjónin vita hvað þarf til að fá landann í líkamsrækt. Björn segir að staðsetning sé lykilatriðið. Ekki megi vera meira en tíu mínútna ferð í líkamsræktarstöðina. Eða eins og Dísa segir: ,,Best er að fólk hreinlega detti um líkamsræktarstöðvarnar. Þá er enginn afsökun fyrir því að mæta ekki."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.