Enski boltinn

Stöðugleiki lykill að velgengni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Phil Neville hefur mikla trú á Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands.
Phil Neville hefur mikla trú á Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands. Mynd/Getty Images

Menn flykkjast við bak Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands. Þar á meðal er Phil Neville, stjarna Everton og enska landsliðsins. England á mikilvægan leik gegn Króatíu í næstu viku.

Neville segir að best sé fyrir enska landsliðið að McClaren verði áfram við stjórnvölinn, líka ef Englandi mistekst að komast í lokakeppni Evrópumótsins.

„Stöðugleiki er uppskrift að árangri, það þýðir að það eigi að sýna þjálfurum traust. Arsenal, Manchester United og Everton hafa gert það. Nú er komið að Englandi," sagði Neville sem á 59 landsleiki að baki.

„Það er ekkert grín að vera landsliðsþjálfari Englands. Ef liðið vinnur þá fá leikmenn hrósið en ef það tapar þá er þjálfaranum slátrað í fjölmiðlum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×