Enski boltinn

Jewell er til í að taka aftur við Wigan

Hinn litríki Paul Jewell virðist vera að bíða eftir símtali frá stjórnarformanni Wigan
Hinn litríki Paul Jewell virðist vera að bíða eftir símtali frá stjórnarformanni Wigan NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, fyrrum knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef til hans verður leitað. Wigan er án stjóra eftir að Chris Hutchings var rekinn á mánudaginn.

Jewell er góður vinur stjórnarformanns Wigan og hefur verið orðaður mikið við endurkomu til félagsins. Hann útilokar ekki að snúa aftur.

"Ég var hissa þegar ég las það í blöðunum að ég væri inni í myndinni því ég hef ekki verið í sambandi við einn eða neinn hjá félaginu. Eftir sex mánuði í fríi er ég hinsvegar tilbúinn að taka til starfa á ný og ég mun skoða öll tilboð sem ég fæ inn á borð til mín," sagði Jewell.

Hann hætti hjá Wigan í maí á síðasta ári og sagðist þá hafa verið búinn að fá nóg af boltanum í bili. Þá var hann búinn að bjarga Wigan frá falli í síðustu umferðinni. Jewell var hjá Wigan í sex ár og kom liðinu upp um tvær deildir á því tímabili og breytti því í spútniklið í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×