Enski boltinn

1500 miðar innkallaðir af ótta við fótboltabullur

Aðeins um 3000 stuðningsmenn Everton fá að sjá leikinn við Nurnberg á fimmtudagskvöldið
Aðeins um 3000 stuðningsmenn Everton fá að sjá leikinn við Nurnberg á fimmtudagskvöldið NordicPhotos/GettyImages

Í kring um 1500 stuðningsmenn Everton þurfa að bíta í það súra epli að fá ekki að fylgja liði sínu til Nurnberg i Þýskalandi á leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Miðarnir voru gerðir ógildir af ótta við fótboltabullur.

Knattspyrnusamband Evrópu gerði miðana ógilda eftir að í ljós koma að heimamenn höfðu selt stuðningsmönnum Everton 1500 miða í stúkuna á meðal stuðningsmanna heimaliðsins. Þetta þótti skapa mikla áhættu á ólátum og því var ákveðið að ógilda miðana.

Everton fær því aðeins úthlutað um 3000 miðum á leikinn og segja talsmenn félagsins að þeir hafi fengið pantanir fyrir meira en fimm sinnum fleiri miða en það. Völlurinn í Nurnberg tekur 47,000 manns í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×