Enski boltinn

Hermann eins og gíraffi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eins og gíraffi?
Eins og gíraffi? Nordic Photos / Getty Images

David Miller, blaðamaður hjá The Daily Telegraph, segir að Hermann Hreiðarsson líkist helst gíraffa inn á vellinum.

Miller skrifaði um leik Portsmouth og West Ham um helgina en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Hermann og Craig Bellamy háðu margar rimmur í fyrri hálfleik og segir Miller eftirfarandi um þau samskipti:

„Craig Bellamy mótmælti dómaranum hvað harðast í leiknum og var bálreiður að Mike Dean hafi ekki verndað hann nægilega vel fyrir Hermanni Hreiðarssyni, klunnalegum Íslendingi sem líkist helst gíraffa, sem reyndi ítrekað á ystu mörk reglnanna með tæklingum sínum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×