Enski boltinn

Lehmann í kuldanum hjá Wenger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jens Lehmann í leik með þýska landsliðinu gegn Írum um síðustu helgi.
Jens Lehmann í leik með þýska landsliðinu gegn Írum um síðustu helgi. Nordic Photos / Bongarts

Jens Lehmann verður ekki í byrjunarliði Arsenal gegn Bolton um helgina þrátt fyrir að hafa jafnað sig á sínum meiðslum.

Þetta segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins. Manuel Almunia mun halda sinni stöðu í byrjunarliðinu.

„Eins og er kýs ég að halda stöðugleika innan liðsins,“ sagði Wenger. „Jens hefur ekki spilað með okkur en samt spilað með þýska landsliðinu. Hann mun berjast fyrir sæti sínu og er það besta lausnin.“

Í fjarveru Lehmann hefur Almunia staðið sig mjög vel. Hann hefur haldið hreinu í sjö leikjum af tíu. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta er væntanlega mikið áfall fyrir Lehmann sem hefur látið hafa eftir sér að hann „hlakki til“ að slá Almunia út úr liðinu eftir landsleikjafríið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×