Enski boltinn

O'Neill má taka við enska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Randy Learner, eigandi Aston Villa, segist ekki muna koma í veg fyrir að Martin O'Neill taki að sér starf enska landsliðsþjálfarans, kjósi hann að gera svo.

Tap Englands í Rússlandi fyrr í vikunni þýðir að þeir ensku eru líklega ekki á leið á EM í Austurríki og Sviss á næsta ári.

Verði það tilfellið þykir nokkuð ljóst að Steve McClaren verði ekki áfram með enska landsliðið og hafa fjölmiðlar í Englandi verið duglegir að nefna hugsanlega eftirmenn.

O'Neill þykir nú líklegasti kosturinn eftir ummæli Learner. „Þetta er án vafa einhver mesti heiður sem knattspyrnuþjálfara getur hlotnast,“ sagði hann. „Ef þetta tækfæri kæmi til verður maður að virða það. En ég vona svo sannarlega að hann verði hjá okkur í mörg ár enn.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×