Enski boltinn

McClaren með augun á Rússum

NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren lítur á sigur Englendinga gegn Eistum í dag sem klárað formsatriði og er nú farinn að einbeita sér að leiknum við Rússa í næstu viku. Sigur þar tryggir Englendingum sæti á EM á næsta ári.

"Við kláruðum verkefnið fagmannlega og leikurinn var búinn eftir 20 mínútur. Við vorum flatir í síðari hálfleik en við erum líka komnir með annað augað að leikinn við Rússa á miðvikudaginn. Ég var samt ánægður með framlag nokkurra einstaklinga í þessum leik," sagði þjálfari enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×