Innlent

Skyrið vinsælt vestra

Skyr.is er selt í Whole Foods Market.
Skyr.is er selt í Whole Foods Market.
Íslenska skyrið fær afbragðsgóða umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Í morgunþáttum á sjónvarpsstöðvunum CBS og NBC lofsömuðu næringarfræðingar skyrið. Það er sagt líkjast grískum jógúrt, sykurlítið og ríkt af prótíni og kalsíum. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segja á vefsíðu sinni að það sé ánægjulegt að sjá skyr fá umfjöllun í stærstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum, einkum vegna þess hve úrvalið af mjólkurafurðum þar sé gríðarlegt. Hann segist telja að umfjöllunin muni hafa jákvæð áhrif á sölu skyrs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×