Enski boltinn

Fer Vieira til City?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Manchester City fylgist grannt með stöðu mála hjá franska miðjumanninum Patrick Vieira sem leikur með Inter á Ítalíu. Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, vill ólmur fá þennan fyrrum fyrirliða Arsenal aftur í enska boltann.

Vieira er ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Inter þar sem hann hefur tekið franska landsliðið framyfir ítalska liðið. City er með veskið á lofti og stjórnarformaðurinn Thaksin Shinawatra ákveðinn í að styrkja sitt lið.

Micah Richards myndi líklega fagna því hvað mest ef Vieira kemur. Vieira var helsta fyrirmynd Richards í æsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×