Enski boltinn

Adebayor: Náum ótrúlega vel saman

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adebayoir hefur leikið frábærlega það sem af er tímabilinu á Englandi.
Adebayoir hefur leikið frábærlega það sem af er tímabilinu á Englandi.

Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, er í skýjunum með samvinnu hans og Robin van Persie á tímabilinu. Þeir léku varla saman þegar Thierry Henry var hjá félaginu en mynda í dag eitt hættulegasta sóknarpar úrvalsdeildarinnar.

Þeir hafa saman skorað ellefu mörk á tímabilinu. „Við náum ótrúlega vel saman. Hann vill hafa boltann í löppunum enda með mikla tækni. Ég nýti mér hæð mína. Það er frábært að leika með svona manni," sagði Adebayor sem er frá Tógó.

„Wenger lætur okkur alltaf vera saman í liði á æfingum og þar höfum við lært enn betur á hvorn annan. Það er engin öfundsýki í gangi. Ef ég skora ekki sjálfur fagna ég því að hann sé að gera það," sagði Adebayor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×