Enski boltinn

Ireland dregur sig úr hópnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stephen Ireland.
Stephen Ireland.

Stephen Ireland, miðjumaður Manchester City, hefur tekið þá ákvörðun að draga sig út úr landsliðshópi Írlands sem mætir Þýskalandi og Kýpur. Ástæðan eru lygar leikmannsins í síðasta mánuði.

Ireland laug þá báðar ömmur sínar í gröfina til að losna við að spila landsleik. „Ég hef hugsað mikið um þetta mál og mér finnst það bara ekki sanngjarnt gagnvart mér og þjóð minni ef ég er í þessum hópi. Ég held að engum sé greiði gerður með því," sagði Ireland.

Ireland er þó ánægður með stuðninginn sem landsliðsþjálfarinn Steve Staunton og knattspyrnusmamband Írlands hafa sýnt honum.

Ireland flaug í síðasta mánuði frá Slóvakíu og heim til Írlands með einkaflugvél í boði írska knattspyrnusambandsins eftir að hafa sagt forráðamönnum liðsins að amma hans hefði dáið. Það reyndist síðan hafa verið lygasaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×