Fórnarlömb stríðsátaka flýja til Íslands 9. október 2007 14:31 Helga Arnardóttir ásamt kólumbískum börnum í Ekvador. Konum í Kólumbíu er nauðgað og þær búa við mikla neyð í því stríðsástandi sem þar geysar. Í mörgum tilfellum hafa þær enga fyrirvinnu og þurfa að afla allra nauðsynja fyrir sig og börn sín án hjálpar. Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, og Ingi Ragnar Ingason dagskrárframleiðandi fóru til Ekvadors í byrjun júní til að kynna sér ástand flóttamannakvenna frá Kólumbíu. Helga og Ingi Ragnar voru í för með teymi frá Íslensku flóttamannanefndinni og Rauða krossi Íslands en Íslendingar taka á móti þrjátíu kólumbískum flóttamönnum frá Ekvador í ár. Þrír þeirra komu til landsins fyrr í sumar en tuttugu og sjö koma í dag. Helga segir sláandi hversu neyð fólks í Kólumbíu er mikil. „Konurnar sem ég hitti hafa allar verið í samböndum við skæruliða. Sumar þeirra hafa verið giftar eða í ástarsamböndum við þá og svo hafa þær flúið mennina," segir Helga. Helga segir að daglegt líf kvennanna sé mikil barátta. „Þær eru yfirleitt eina fyrirvinna heimilisins og á sama tíma þurfa þær að gæta að börnunum sínum," segir Helga. Hún segir að í mörgum tilfellum hafi þessar konur upplifað mikið líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Helga segir að Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fari þess á leit við Íslendinga að taka á móti þessum konum vegna þess að hér sé hefð fyrir því að mæður geti staðið á eigin fótum. „Allsstaðar í heiminum eru fordómar gagnvart einstæðum mæðrum. Kúltúrinn á Íslandi gerir hins vegar ráð fyrir að hér geti einstæðar mæður staðið sig," segir Helga. Helga gerir sögu kólumbísku flóttakvennanna ítarleg skil í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2 í kvöld. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Konum í Kólumbíu er nauðgað og þær búa við mikla neyð í því stríðsástandi sem þar geysar. Í mörgum tilfellum hafa þær enga fyrirvinnu og þurfa að afla allra nauðsynja fyrir sig og börn sín án hjálpar. Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, og Ingi Ragnar Ingason dagskrárframleiðandi fóru til Ekvadors í byrjun júní til að kynna sér ástand flóttamannakvenna frá Kólumbíu. Helga og Ingi Ragnar voru í för með teymi frá Íslensku flóttamannanefndinni og Rauða krossi Íslands en Íslendingar taka á móti þrjátíu kólumbískum flóttamönnum frá Ekvador í ár. Þrír þeirra komu til landsins fyrr í sumar en tuttugu og sjö koma í dag. Helga segir sláandi hversu neyð fólks í Kólumbíu er mikil. „Konurnar sem ég hitti hafa allar verið í samböndum við skæruliða. Sumar þeirra hafa verið giftar eða í ástarsamböndum við þá og svo hafa þær flúið mennina," segir Helga. Helga segir að daglegt líf kvennanna sé mikil barátta. „Þær eru yfirleitt eina fyrirvinna heimilisins og á sama tíma þurfa þær að gæta að börnunum sínum," segir Helga. Hún segir að í mörgum tilfellum hafi þessar konur upplifað mikið líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Helga segir að Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fari þess á leit við Íslendinga að taka á móti þessum konum vegna þess að hér sé hefð fyrir því að mæður geti staðið á eigin fótum. „Allsstaðar í heiminum eru fordómar gagnvart einstæðum mæðrum. Kúltúrinn á Íslandi gerir hins vegar ráð fyrir að hér geti einstæðar mæður staðið sig," segir Helga. Helga gerir sögu kólumbísku flóttakvennanna ítarleg skil í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2 í kvöld.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira