Enski boltinn

Leikmenn standa við bak Grants

Elvar Geir Magnússon skrifar
Avram Grant og Ashley Cole.
Avram Grant og Ashley Cole.

John Terry, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn liðsins standi með nýja knattspyrnustjóranum Avram Grant. Terry segir að sér hafi verið brugðið þegar Jose Mourinho lét af störfum í síðasta mánuði.

„Ég tel að stuðningsmenn séu líka við bak hans. Auðvitað bera þeir sterkar tilfinningar til Mourinho og munu alltaf syngja nafn hans. En Avram er hluti af framtíðinni og þeir munu einnig dýrka hann," sagði Terry,

„Við þurfum að hugsa til framtíðar. Leikmenn virða allir Grant og standa með honum. Við stefnum allir á sama markmið, komast á toppinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×