Enski boltinn

Fyrsti sigur QPR staðreynd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Markinu í kvöld fagnað.
Markinu í kvöld fagnað.

Queens Park Rangers vann í kvöld 1-0 heimasigur á Norwich í ensku 1. deildinni. Þetta var fyrsti sigur QPR á tímabilinu en liðið er á botni deildarinnar.

QPR var betra liðið í annars tíðindalitlum fyrri hálfleik. Eina mark leiksins kom svo úr vítaspyrnu þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Martin Rowlands skoraði úr vítinu.

Þetta var sannkallaður botnslagur en Norwich hefur nú leikið sex leiki án þess að skora og er í þriðja neðsta sæti 1. deildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×