Enski boltinn

Þétt dagskrá hjá Owen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Owen í leik með enska landsliðinu.
Owen í leik með enska landsliðinu.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segist hafa áhyggjur af þéttri dagskrá sóknarmannsins Michael Owen. Leikmaðurinn fór fyrir skömmu í aðgerð vegna kviðslits.

„Ég tel að það gæti verið mjög slæmt fyrir Owen að leika svona marga leiki á svona stuttum tíma," sagði Allardyce. Framundan eru tveir leikir á fjórum dögum hjá enska landsliðinu.

Owen kom inn sem varamaður í 3-2 sigri á Everton um helgina, aðeins níu dögum eftir að hafa gengist undir aðgerðina. Hann fór til eins mesta sérfræðings í þessum málum og er bati hans með hreinum ólíkindum.

Sam Allardyce hyggst ræða við Steve McClaren landsliðsþjálfara um þetta mál. England leikur gegn Eistlandi heima á laugardag og svo á miðvikudeginum þar á eftir gegn Rússum ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×