Enski boltinn

Næsti markvörður Arsenal norskur?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsenal hefur oft sent njósnara út  til Noregs til að fylgjast með Jarstein.
Arsenal hefur oft sent njósnara út til Noregs til að fylgjast með Jarstein. Mynd/Heimasíða Odd Grenland

Norskir fjölmiðlar segja að Arsenal vilji fá markvörðinn Rune Almenning Jarstein til æfinga með félaginu. Jarstein er 23 ára og hefur lengi verið talin ein bjartasta von Norðmanna í markmannsmálum.

Hann leikur nú með Odd Grenland.

Arsenal hefur lengi haft augastað á Jarstein sem viðurkennir að vera mjög spenntur fyrir Arsenal. Þó sé hann með hugann algjörlega við að reyna að hjálpa Odd Grenland í baráttu við falldrauginn.

Reiknað er með að Jarstein haldi út til reynslu hjá Arsenal um leið og tímabilinu í Noregi lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×