Lífið

Barsögur á Grand Rokk

Leikhópurinn Peðið mun á næstunni sýna leikritið Barpera á efri hæð öldurhússins Grand Rokk og er frumsýning fyrirhugðu þann 12. október næstkomandi. Sviðsmyndin er bar á efri hæðinni en sögusvið leikritsins er einmitt bar.

Leikhópurinn samanstendur af fastakúnnum á Grandrokk og var formlega stofnaður árið 2006.

Leikritið var sett upp í fyrra í tengslum við menningarhátíð á Grandrokk. Þá var það einungis sýnt þrisvar sinnum og hefur leikhópurinn verið hvattur til að taka upp þráðinn. Í millitíðinni hefur hann sett upp jólaleikritið Jólapera og í sumar var leikritið Krepera sett á svið.

Að sögn Björns Gunnlaugssona, framkvæmdastjóra uppfærslunnar, hefur höfundur leikritsins Jón Benjamín Einarsson, sem er trésmiður að mennt, bætt nokkrum köflum við nýja útgáfu af Barperu. Þá hafa tvö ný lög verið samin en öll lög í uppfærslunni eru frumsamin af meðlimum leikhópsins.

Björn segir tvo leikara í hópnum vera með leiklistarmenntun en að flestir hafi tekið þátt í áhugaleiksýningum. Hann segir þó tvo leikara alveg óreynda. Guðjón Sigvaldason leikstýrir verkinu en hefur hann áralanga reynslu af leikstjórn og hefur sett upp leikrit með fjölda áhugaleikhópa.

Björn gerir ráð fyrir að minnsta kosti 10 sýningum í október og rennur allur ágóði af þeim í sjóð leikhópsins sem Björn segir stefna að frekari uppfærslum í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.