Fótbolti

Villareal fór illa með Valencia

Elvar Geir Magnússon skrifar

Villareal vann í kvöld glæsilegan 3-0 sigur gegn Valencia á útivelli. John Dahl Tomasson kom Villareal á bragðið. Guiseppe Rossi, sem kom til Villareal frá Manchester United í sumar, bætti öðru marki við úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Santi Cazorla innsiglaði síðan sigurinn.

David Villa fékk að líta rauða spjaldið þegar staðan var 0-1 en síðustu tuttugu mínúturnar lék Valencia tveimur færri þar sem Joaquin fékk einnig að líta rauða spjaldið.

Þá mættust í kvöld lið Espanyol og Valladolid en sá leikur endaði 0-1. Joseba Llorente skoraði eina markið í þeim leik og tryggði Valladolid þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×