Innlent

Nafn mannsins sem lést

Guðni Rúnar Kristinsson
Guðni Rúnar Kristinsson
Maðurinn sem lést í flugslysinu í Kanada á laugardaginn hét Guðni Rúnar Kristinsson, til heimilis að Digranesheiði 2 í Kópavogi. Guðni var að verða 23ja ára, fæddur 29. september 1984. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Slysið varð þegar að fjögurra sæta Cessna-vél, sem Guðni flaug, steyptist til jarðar í skóglendi þegar hún var á leið til Squamish í Kanada.

Hinir þrír farþegarnir, tveir Kanadamenn og einn Íslendingur sluppu allir með minniháttar meiðsl.

Að sögn björgunarmanna voru aðstæður á slysstað mjög erfiðar, veður vont og landsslag illfært.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×