Segir Vegagerð ekki hafa haft heimild til að kaupa ferju 21. ágúst 2007 12:21 Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. MYND/GVA Ríkisendurrskoðun segir að það sé afar vafasamt að stofna til hundraða milljóna króna útgjalda í tengslum við Grímseyjarferju á grundvelli þeirrar sölu- og ráðstöfunarheimildar sem getið er í fjárlögum fyrir síðasta ár og þetta ár. Með þessu mótmælir Ríkisendurskoðun orðum fjármálaráðherra sem sagði í fjölmiðlum í síðustu viku að heimild hefði verið til að kaupa nýja ferju.Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku gagnrýndi Ríkisendurskoðun Vegagerðina, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið harðlega vegna Grímseyjarferjumálsins en ljóst þykir að kostnaður við kaup og endurbætur á nýrri ferju hefur farið hundruð milljóna fram úr áætlunum.Árni Mathiesen fjármálaráðherra svaraði þeirri gagnrýni Ríkisendurskoðunar á þá leið að heimild væri fyrir kaupum á nýrri ferju í 6. gr. fjárlaga 2006 og 2007. Heimildin hefði verið fyrir hvoru tveggja, að selja ferjuna Sæfara og kaupa nýja ferju. Það væri algengt að van- eða ónýttar heimildir væru nýttar til annarra framkvæmda sem heimildir væru fyrir í fjárlögum. Slíkt verklag væri viðurkennt og hafi verið það lengi. Þá var haft eftir fjármálaráðherra að allar heimildir væru fyrir hendi og Vegagerðin hefði aldrei farið út fyrir fjárheimildir sínar heldur alltaf verið með afgang.Sæfari enn óseldurRíkisendurskoðun segir í tilkynningu til fjölmiðla í dag að umrædd heimild sem getið sé í fjárlögum þýði að fjármálaráðherra sé heimilt "að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju". Sæfari hafi hins vegar ekki verið enn verið seldur en áætlað söluverðmæti ferjunnar er talið geta verið á bilinu 30 til 40 milljónir kr.„Þar sem m/s Sæfari er óseldur hefur tilvitnuð fjárlagaheimild ekki enn verið nýtt að mati Ríkisendurskoðunar. Þegar af þessari ástæðu verður að telja afar vafasamt að stofna til hundruða milljóna króna útgjalda á grundvelli þessarar sölu- og ráðstöfunarheimildar," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar.Rekstarútgjöld Vegagerðarinnar fóru fram úr heimildumÞá minnir Ríkisendurskoðun á að samningur um kaup á nýrri ferju hafi verið gerður í nóvember 2005. Þá hafi ekki verið gert ráð fyrir þessum útgjöldum fyrr en í samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 sem samþykkt var í vor. Í henni sé enn fremur ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna nýrrar Grímseyjarferju fyrr en á árinu 2008.Ríkisendurskoðun bendir enn fremur að að samkvæmt 37. grein fjárreiðulaga sé heimilt að flytja fjárheimildir milli einstakra rekstrarverkefna hvers ríkisaðila í A-hluta enda séu verkefnin tilgreind í fjárlögum. Ríkisendurskoðun hafi talið að óheimilt væri að millifæra fjárheimildir á milli framkvæmdaviðfangsefna (þ.e. stofnkostnaðar og viðhaldsviðfangsefna) og rekstrarviðfangsefna nema að Alþingi hafi veitt til þess sérstaka heimild í fjárlögum eða fjáraukalögum. Viðmiðunarreglur fjármálaráðuneytisins í þessum efnum sýnist vera í samræmi við þennan skilning Ríkisendurskoðunar.„Vegna ummæla fjármálaráðherra um fjárheimildir Vegagerðarinnar þykir Ríkisendurskoðun ekki úr vegi að vísa til umfjöllunar um fjárreiður hennar í nýútkominni skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga 2006. Í skýrslunni er bent á að rekstrarútgjöld Vegagerðarinnar hafi farið rúmlega 500 milljónir kr. fram úr fjárheimildum í árslok 2006 og þar af eiga að mati Ríkisendurskoðunar um 300 milljónir kr. rætur að rekja til útgjalda vegna kaupa og breytinga á hinni nýju Grímseyjarferju," segir að endingu í tilkynningu Ríkisendurskoðunar. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Ríkisendurrskoðun segir að það sé afar vafasamt að stofna til hundraða milljóna króna útgjalda í tengslum við Grímseyjarferju á grundvelli þeirrar sölu- og ráðstöfunarheimildar sem getið er í fjárlögum fyrir síðasta ár og þetta ár. Með þessu mótmælir Ríkisendurskoðun orðum fjármálaráðherra sem sagði í fjölmiðlum í síðustu viku að heimild hefði verið til að kaupa nýja ferju.Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku gagnrýndi Ríkisendurskoðun Vegagerðina, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið harðlega vegna Grímseyjarferjumálsins en ljóst þykir að kostnaður við kaup og endurbætur á nýrri ferju hefur farið hundruð milljóna fram úr áætlunum.Árni Mathiesen fjármálaráðherra svaraði þeirri gagnrýni Ríkisendurskoðunar á þá leið að heimild væri fyrir kaupum á nýrri ferju í 6. gr. fjárlaga 2006 og 2007. Heimildin hefði verið fyrir hvoru tveggja, að selja ferjuna Sæfara og kaupa nýja ferju. Það væri algengt að van- eða ónýttar heimildir væru nýttar til annarra framkvæmda sem heimildir væru fyrir í fjárlögum. Slíkt verklag væri viðurkennt og hafi verið það lengi. Þá var haft eftir fjármálaráðherra að allar heimildir væru fyrir hendi og Vegagerðin hefði aldrei farið út fyrir fjárheimildir sínar heldur alltaf verið með afgang.Sæfari enn óseldurRíkisendurskoðun segir í tilkynningu til fjölmiðla í dag að umrædd heimild sem getið sé í fjárlögum þýði að fjármálaráðherra sé heimilt "að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju". Sæfari hafi hins vegar ekki verið enn verið seldur en áætlað söluverðmæti ferjunnar er talið geta verið á bilinu 30 til 40 milljónir kr.„Þar sem m/s Sæfari er óseldur hefur tilvitnuð fjárlagaheimild ekki enn verið nýtt að mati Ríkisendurskoðunar. Þegar af þessari ástæðu verður að telja afar vafasamt að stofna til hundruða milljóna króna útgjalda á grundvelli þessarar sölu- og ráðstöfunarheimildar," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar.Rekstarútgjöld Vegagerðarinnar fóru fram úr heimildumÞá minnir Ríkisendurskoðun á að samningur um kaup á nýrri ferju hafi verið gerður í nóvember 2005. Þá hafi ekki verið gert ráð fyrir þessum útgjöldum fyrr en í samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 sem samþykkt var í vor. Í henni sé enn fremur ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna nýrrar Grímseyjarferju fyrr en á árinu 2008.Ríkisendurskoðun bendir enn fremur að að samkvæmt 37. grein fjárreiðulaga sé heimilt að flytja fjárheimildir milli einstakra rekstrarverkefna hvers ríkisaðila í A-hluta enda séu verkefnin tilgreind í fjárlögum. Ríkisendurskoðun hafi talið að óheimilt væri að millifæra fjárheimildir á milli framkvæmdaviðfangsefna (þ.e. stofnkostnaðar og viðhaldsviðfangsefna) og rekstrarviðfangsefna nema að Alþingi hafi veitt til þess sérstaka heimild í fjárlögum eða fjáraukalögum. Viðmiðunarreglur fjármálaráðuneytisins í þessum efnum sýnist vera í samræmi við þennan skilning Ríkisendurskoðunar.„Vegna ummæla fjármálaráðherra um fjárheimildir Vegagerðarinnar þykir Ríkisendurskoðun ekki úr vegi að vísa til umfjöllunar um fjárreiður hennar í nýútkominni skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga 2006. Í skýrslunni er bent á að rekstrarútgjöld Vegagerðarinnar hafi farið rúmlega 500 milljónir kr. fram úr fjárheimildum í árslok 2006 og þar af eiga að mati Ríkisendurskoðunar um 300 milljónir kr. rætur að rekja til útgjalda vegna kaupa og breytinga á hinni nýju Grímseyjarferju," segir að endingu í tilkynningu Ríkisendurskoðunar.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira