Innlent

Björgunarsveitarmenn leita Þjóðverja í grennd við Skaftafell

Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði eru að leggja af stað til leitar að Þjóðverjunum tveimur, sem saknað er, og verður leitað í grennd við Skaftafell til að byrja með.

Þetta verður fyrsta leitin að þeim af landi en þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði á Vatnajökli og víðar um helgina. Í heimatölvu annars þeirra kemur fram að þeir hafi haft áhuga á háum tindum og kemur Hvannadalshnjúkur því til álita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×