Innlent

Alifuglakjöt orðið vinsælla en lambakjöt

Alifuglakjöt, einkum kjúklingakjöt, er í fyrsta sinn í Íslandssögunni orðið vinsælla en lambakjötið, samkvæmt sölutölum síðustu tólf mánuðina.

Markaðshlutdeild þess var 29,3 prósent, en lambakjötsins 29,1 prósent, svo mjótt er á mununum. Í þriðja sæti er svínakjöt með tæp 25 prósent, nautakjöt með tæp 14 prósent og hlutdeild hrossakjöts er innan við þrjú prósent.

Meira var framleitt af kindakjöti en alifuglakjöti síðastliðna tólf mánuði en nokkuð af því var flutt út. Nokkuð er síðan að svínakjötsneysla fór að aukast en síðasta áratuginn má líkja aukningu í kjúklinganeyslu við sperngingu.

Rými skapaðist fyrr en ella á markaðnum, bæði fyrir svína- og kjúklingakjöt, því jafnhliða fór sauðfé verulega fækkandi í landinu. Kjötframleiðendur eru þó almennt á því að ákveðið jafnvægi sé að skapast á kjötmarkaðnum og að ekki séu fyrirsjáanlegar neinar ámóta sveiflur og sést hafa síðustu tvo áratugina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×