Innlent

Metár í meðlagsgreiðslum

Hilmar Björgvinsson: Höfum verið dugleg að semja við skuldara.
Hilmar Björgvinsson: Höfum verið dugleg að semja við skuldara.

Árið í fyrra var metár hvað varðar innheimtu á meðlagsgreiðslum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Alls innheimtust 83,5% af meðlagsgreiðslum hjá stofnuninni. Hilmar Björgvinsson forstjóri stofnunarinnar segir að skýringu á þessu megi að hluta til rekja til þess að efnahagsástandið hefur verið mjög gott undanfarin ár.

"En þess ber einnig að geta að starfsmenn Innheimtustofnunarinnar hafa verið duglegir við að semja um afborganir á meðlagsgreiðslum hjá þeim sem skuldað hafa," segir Hilmar Björgvinsson. "Við höfum ýmis úrræði hér til að létta undir með þeim sem eru hvað verst settir með meðlagskuldir sínar."

Tölulegar upplýsingar um meðlagsgreiðslurnar á síðasta ári, og samanburð við fyrri ár er eða finna í úttekt sem Guðjón H. Bernharðsson vann fyrir stofnunina. Þar kemur m.a. fram að til samanburðar megi nefna að innheimtan árið 2005 hafi numið 78% en lægst hafi þetta hlutfall verið 1993 þegar aðeins 57% af greiðslunum innheimtust.

Alls voru meðlagskröfur á síðasta ári tæplega 3 milljarðar kr. og af þeim fengust rúmlega 2,5 milljarðar kr. greiddar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×