Innlent

Víkingaaldarperla finnst undir öskuhaugnum á Hólum

Hólar í Hjaltadal: Víkingaaldarperla finnst undir öskuhaugnum.
Hólar í Hjaltadal: Víkingaaldarperla finnst undir öskuhaugnum.

Fornleifafræðingar þeir sem unnið hafa við uppgröft og rannsóknir á Hólum í Hjaltadal hafa fundið skála frá 10du öld undir öskuhaugnum á staðnum. "Þetta er einstakt hús að okkar mati, eiginlega hrein víkingaaldarperla," segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stjórnað hefur rannsóknum á Hólum í sumar.

Alls hafa um 40 manns unnið við fornleifarannsóknirnar á Hólum í sumar. Ragnheiður segir að fyrir utan fyrrnefndan skála hafi margir merkir munir komið í ljós við uppgröftinn. Nefnir hún sem dæmi hring frá því um 1600 sem annaðhvort er innsiglishringur eða búmerki. "Við munum senda þennan grip til frekari rannsóknar en það er sjaldgæft að finna hringi sem þessa," segir Ragnheiður

Hvað skálann varðar segir Ragnheiður að þau hafi fundið stoðir hans nýlega en skálinn liggur undir öðrum mannvistarleifum sem áður hafa fundist undir öskuhaugnum. Uppgreftri á Hólum er nú lokið í ár og unnið að frágangi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×