Innlent

Felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurði

MYND/GVA

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá lokum júnímánaðar vegna gruns um nokkur brot.

Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum á þeim grundvelli að þeir myndu halda áfram brotum sínum, en þeir hafa meðal annars verið ákærðir fyrir þjófnaðarbrot og hilmingarbrot. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu lögreglunnar að mennirnir skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 4. september eða þar til dómur gengi í máli þeirra.

Þann úrskurð nam Hæstiréttur úr gildi í dag meðal annars á þeim grundvelli að ákæran á hendur mönnunum taki til mun færri brota en legið hafi til grundvallar gæsluvarðhaldsúrskurði sem Hæstiréttur kvað upp í júlí síðastliðnum. Taldi Hæstiréttur ekki nægilega komið fram að fullnægt væri skilyrðum laga um að ætla mætti að mennirnir héldu áfram brotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×