Innlent

Ekkert vitað um afdrif þess sem slasaðist í Vancouver

Ekkert er vitað um líðan eða afdrif mannsins sem slasaðist í flugslysinu í Vancouver. Þetta er bara hörmulegt slys sem verið er að rannsaka, segir Páll Egill Winkel, aðstoðarríkislögreglustjóri. Hann segir að nafni mannsins sem lést verði ekki uppljóstrað strax.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að 22 ára Íslendingur lést í flugslysi í Bresku Kólumbíu í Kanada síðdegis í fyrradag. Annar Íslendingur og tveir Kanadamenn komust lífs af úr slysinu. Slysið varð þegar fjögurra sæta Cessna-vél sem var á leið til Squamish í Kanada steyptist til jarðar í skóglendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×