Innlent

Konan komin um borð í þyrluna

MYND/Vilhelm

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið frá Víti í Öskju þar sem kona slasaðist á baki. Konan varð fyrir grjóthruni og missti hún meðvitund um tíma. Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu konunni til hjálpar en erfiðar aðstæður voru á slysstað.

Klukkan 17:37 tókst björgunarmönnum að koma konunni um borð í þyrluna. Ekki er nánar vitað um líðan konunnar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×