Innlent

Nóg að gera hjá lögreglu í Keflavík

MYND/Heiða

Töluverður erill var hjá lögreglunnni í Keflavík fram undir morgun. Þrír gistu fangageymslur þar vegna ölvunar og óspekta. Þá voru fjórir teknir vegna ölvunar við akstur í umdæmi lögreglunnar á Reykjanesi.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut, sá sem hraðast ók fór á 133 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn þarf að greiða 90 þúsund í sekt og fær að auki 3 refsipunkta.

Þrír voru teknir fyrir ölvun við akstur á Selfossi og tveir teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Að öllum líkindum voru þetta ökumenn sem voru á heimleið af menningarnótt í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×