Innlent

12 þúsund manns á hlaupum um borgina

Hlauparar koma í mark.
Hlauparar koma í mark.

Um tólf þúsund manns hlaupa nú mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og hafa þáttakendur aldrei verið fleiri. Fjölgun er á þáttakendum í öllum vegalengdum og segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir, starfsmaður hlaupsins, að allt hafi gengið eins og best sé á kosið.

„Veðrið er eins og eftir sérpöntun og þáttökumet hefur verið slegið þannig að það er ekki hægt að biðja um neitt meira," segir Svava. Hún segir að fólk verði á hlaupum um borgina allt fram til klukkan þrjú í dag, en Latabæjarhlaupið hefst við aðalbyggingu Háskólans klukkan hálftvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×