Ráðherrabílarnir misjafnlega umhverfisvænir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 19:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. Fyrir fáeinum dögum ræddi fréttastofa við talsmenn leigubílastöðvar sem ætla að vistvæða flotann sinn - en þeir hvöttu stjórnvöld til að taka frumkvæði í vistvæðingu bíla. Skemmst er frá því að segja að það hafa fæstir ráðherranna gert. Orkusetrið á Akureyri reiknaði út fyrir fréttastofu í dag hversu mengandi ráðherraflotinn er. Í ljós kom að utanríkisráðherra sem er á nýjum Lexus tvinnbíl er á vistvænasta bílnum - sem blæs út í andrúmsloftið 186 grömmum af koltvísýringi á kílómetrann. Hann gengir fyrir rafmagni og bensíni. Það þykir þó ekkert sérlega til fyrirmyndar því vistvænustu bílar fáanlegir á Íslandi í dag blása rétt rúmum 100 grömmum af koltvísýringi, toyota prius. Á slíkum bíl, segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins, ættu allir að vera á, hann sé fyllilega nógu stór fyrir meðalfjölskyldu og meðalráðherra. Fast á hæla Ingibjargar Sólrúnar koma umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra sem líka aka um á Lexus tvinnbílum. Í þriðja sæti er félagsmálaráðherra á Hondu CRV. Þegar hér er komið sögu í bílaflotanum verður hann svartari. Allir hinir átta ráðherrabílarnir spúa meiru en 200 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á kílómetrann. Sigurður hjá Orkusetri segir að slíkir bílar ættu að tilheyra fortíðinni. En í fjórða sæti er dóms- og kirkjumálaráðherra á Benz, forsætisráðherra á BMW, fjármálaráðherra líka, samgönguráðherra er á land cruiser eins og sjávarútvegsráðherra, iðnaðarráðherra er á BMW í sjöunda sæti, menntamálaráðherra vermir næstneðsta sætið en mesti umhverfissóðinn í ráðherraliðinu er Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. Fyrir fáeinum dögum ræddi fréttastofa við talsmenn leigubílastöðvar sem ætla að vistvæða flotann sinn - en þeir hvöttu stjórnvöld til að taka frumkvæði í vistvæðingu bíla. Skemmst er frá því að segja að það hafa fæstir ráðherranna gert. Orkusetrið á Akureyri reiknaði út fyrir fréttastofu í dag hversu mengandi ráðherraflotinn er. Í ljós kom að utanríkisráðherra sem er á nýjum Lexus tvinnbíl er á vistvænasta bílnum - sem blæs út í andrúmsloftið 186 grömmum af koltvísýringi á kílómetrann. Hann gengir fyrir rafmagni og bensíni. Það þykir þó ekkert sérlega til fyrirmyndar því vistvænustu bílar fáanlegir á Íslandi í dag blása rétt rúmum 100 grömmum af koltvísýringi, toyota prius. Á slíkum bíl, segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins, ættu allir að vera á, hann sé fyllilega nógu stór fyrir meðalfjölskyldu og meðalráðherra. Fast á hæla Ingibjargar Sólrúnar koma umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra sem líka aka um á Lexus tvinnbílum. Í þriðja sæti er félagsmálaráðherra á Hondu CRV. Þegar hér er komið sögu í bílaflotanum verður hann svartari. Allir hinir átta ráðherrabílarnir spúa meiru en 200 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á kílómetrann. Sigurður hjá Orkusetri segir að slíkir bílar ættu að tilheyra fortíðinni. En í fjórða sæti er dóms- og kirkjumálaráðherra á Benz, forsætisráðherra á BMW, fjármálaráðherra líka, samgönguráðherra er á land cruiser eins og sjávarútvegsráðherra, iðnaðarráðherra er á BMW í sjöunda sæti, menntamálaráðherra vermir næstneðsta sætið en mesti umhverfissóðinn í ráðherraliðinu er Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira