Ráðherrabílarnir misjafnlega umhverfisvænir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 19:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. Fyrir fáeinum dögum ræddi fréttastofa við talsmenn leigubílastöðvar sem ætla að vistvæða flotann sinn - en þeir hvöttu stjórnvöld til að taka frumkvæði í vistvæðingu bíla. Skemmst er frá því að segja að það hafa fæstir ráðherranna gert. Orkusetrið á Akureyri reiknaði út fyrir fréttastofu í dag hversu mengandi ráðherraflotinn er. Í ljós kom að utanríkisráðherra sem er á nýjum Lexus tvinnbíl er á vistvænasta bílnum - sem blæs út í andrúmsloftið 186 grömmum af koltvísýringi á kílómetrann. Hann gengir fyrir rafmagni og bensíni. Það þykir þó ekkert sérlega til fyrirmyndar því vistvænustu bílar fáanlegir á Íslandi í dag blása rétt rúmum 100 grömmum af koltvísýringi, toyota prius. Á slíkum bíl, segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins, ættu allir að vera á, hann sé fyllilega nógu stór fyrir meðalfjölskyldu og meðalráðherra. Fast á hæla Ingibjargar Sólrúnar koma umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra sem líka aka um á Lexus tvinnbílum. Í þriðja sæti er félagsmálaráðherra á Hondu CRV. Þegar hér er komið sögu í bílaflotanum verður hann svartari. Allir hinir átta ráðherrabílarnir spúa meiru en 200 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á kílómetrann. Sigurður hjá Orkusetri segir að slíkir bílar ættu að tilheyra fortíðinni. En í fjórða sæti er dóms- og kirkjumálaráðherra á Benz, forsætisráðherra á BMW, fjármálaráðherra líka, samgönguráðherra er á land cruiser eins og sjávarútvegsráðherra, iðnaðarráðherra er á BMW í sjöunda sæti, menntamálaráðherra vermir næstneðsta sætið en mesti umhverfissóðinn í ráðherraliðinu er Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. Fyrir fáeinum dögum ræddi fréttastofa við talsmenn leigubílastöðvar sem ætla að vistvæða flotann sinn - en þeir hvöttu stjórnvöld til að taka frumkvæði í vistvæðingu bíla. Skemmst er frá því að segja að það hafa fæstir ráðherranna gert. Orkusetrið á Akureyri reiknaði út fyrir fréttastofu í dag hversu mengandi ráðherraflotinn er. Í ljós kom að utanríkisráðherra sem er á nýjum Lexus tvinnbíl er á vistvænasta bílnum - sem blæs út í andrúmsloftið 186 grömmum af koltvísýringi á kílómetrann. Hann gengir fyrir rafmagni og bensíni. Það þykir þó ekkert sérlega til fyrirmyndar því vistvænustu bílar fáanlegir á Íslandi í dag blása rétt rúmum 100 grömmum af koltvísýringi, toyota prius. Á slíkum bíl, segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins, ættu allir að vera á, hann sé fyllilega nógu stór fyrir meðalfjölskyldu og meðalráðherra. Fast á hæla Ingibjargar Sólrúnar koma umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra sem líka aka um á Lexus tvinnbílum. Í þriðja sæti er félagsmálaráðherra á Hondu CRV. Þegar hér er komið sögu í bílaflotanum verður hann svartari. Allir hinir átta ráðherrabílarnir spúa meiru en 200 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á kílómetrann. Sigurður hjá Orkusetri segir að slíkir bílar ættu að tilheyra fortíðinni. En í fjórða sæti er dóms- og kirkjumálaráðherra á Benz, forsætisráðherra á BMW, fjármálaráðherra líka, samgönguráðherra er á land cruiser eins og sjávarútvegsráðherra, iðnaðarráðherra er á BMW í sjöunda sæti, menntamálaráðherra vermir næstneðsta sætið en mesti umhverfissóðinn í ráðherraliðinu er Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira