Innlent

Viðbótargreiðslur ná ekki til allra leikskólakennara

Ekki stendur til að veita öllum leikskólakennurum Reykjavíkurborgar tímabundna launahækkun eftir að tillaga Vinstri grænna var samþykkt samhljóða á fundi leikskólaráðs borgarinnar í dag. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þeir leikskólar sem ekki hafi fullnýtt fjárveitingar sína fyrir þetta ár geti notað þá peninga til að greiða kennurum tímabundin viðbótarlaun kjósi þeir það.

Tímabundin viðbótarlaun, TV-einingar, verða teknar upp á næsta ári og þá verði gert ráð fyrir þeim þegar fjármagni verður úthlutað til leikskóla. Sú staðreynd að tv-einingarnar hafi verið teknar upp nú þegar þýðir því ekki að þeim fylgi frekara fjármagn. Það er því undir hverjum leikskólastjóra komið hver fái greiddar TV-einingar, sé rúm til þess innan núverandi fjárhagsárs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×