Útflutningsverðmæti Becromal sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin áorka 15. ágúst 2007 13:22 MYND/365 Össur Skarphéðinsson segir ekki ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslu ítalska hátæknifyrirtækisins Becromal á aflþynnum verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin á Akureyri áorka í dag. Fyrirtækið undirritaði í dag samning við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar og einnig við Akureyrarbæ um lóð og aðstöðu. Um tíu prósenta aukningu á raforkuframleiðslu Landsvirkjunar er að ræða og er orkuþörf verksmiðjunnar 640 gígavattsstundir á ári sem er fimm sinnum meira heldur en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega. Strax verður hafist handa við að reisa verksmiðjuna og mun hún í fyrsta áfanga skapa um 40-50 ný störf sem síðar mun fjölga enn frekar með nýjum áföngum. Langt er síðan Akureyrarbær leitaði með stuðningi Fjárfestingarstofu hófanna meðal erlendra fyrirtækja á þessu sviði orkufreks iðnaðar. Áhugi var fyrir því að finna leiðir til þess að innleiða úrvinnsluiðnað úr áli sem gefur kost á að auka fjölbreytni áliðnaðar og skapa ný hátæknistörf. "Ég hef látið þá skoðun í ljós að orkufrekan iðnað eigi helst að byggja upp þar sem munar um hann í atvinnuþróun og aðdráttarafli búsetusvæðis," sagði Össur Skarphéðinsson í ræðu sem hann hélt í Listasafni Akureyrar við undirritun samninganna. "Hér á Akureyri er afar gott að búa í haginn fyrir orkufrekan úrvinnsluiðnað þar sem hægt er að styðjast við þróað þjónustukerfi og langa hefð fyrir þróttmiklum iðnaði. Þar við bætist nálægð við fjölbreyttar orkulindir; vatnsaflið í vestri og jarðvarmann í austri. Það hentar raforkukerfinu vel að fá á Norðurlandinu miðju stóriðju af hóflegri stærð, sem nýtir betur raforkuna, sem fyrir hendi er og krefst ekki strax stórframkvæmda við nýjar virkjanir Ég vil ennfremur lýsa ánægju minni yfir þátttöku íslenskra fjárfesta í þessu verkefni. Fjárfestingarfyrirtækið Strokkur hefur sýnt mikinn framfara- og brautryðjendahug með því að taka þátt í þessu átaki, sem vonandi á eftir að efla þekkingu okkar á léttmálmiðnaði auk þess að skila fjárfestunum nauðsynlegum hagnaði," sagði Össur Becromal framleiðir rafhúðaðar álþynnum sem notaðar eru í rafþéttaiðnaði. Fyrirtækið er það stærsta á sínu sviði í Evrópu með starfsemi á Ítalíu, í Noregi, Sviss og Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15. ágúst 2007 10:49 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir ekki ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslu ítalska hátæknifyrirtækisins Becromal á aflþynnum verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin á Akureyri áorka í dag. Fyrirtækið undirritaði í dag samning við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar og einnig við Akureyrarbæ um lóð og aðstöðu. Um tíu prósenta aukningu á raforkuframleiðslu Landsvirkjunar er að ræða og er orkuþörf verksmiðjunnar 640 gígavattsstundir á ári sem er fimm sinnum meira heldur en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega. Strax verður hafist handa við að reisa verksmiðjuna og mun hún í fyrsta áfanga skapa um 40-50 ný störf sem síðar mun fjölga enn frekar með nýjum áföngum. Langt er síðan Akureyrarbær leitaði með stuðningi Fjárfestingarstofu hófanna meðal erlendra fyrirtækja á þessu sviði orkufreks iðnaðar. Áhugi var fyrir því að finna leiðir til þess að innleiða úrvinnsluiðnað úr áli sem gefur kost á að auka fjölbreytni áliðnaðar og skapa ný hátæknistörf. "Ég hef látið þá skoðun í ljós að orkufrekan iðnað eigi helst að byggja upp þar sem munar um hann í atvinnuþróun og aðdráttarafli búsetusvæðis," sagði Össur Skarphéðinsson í ræðu sem hann hélt í Listasafni Akureyrar við undirritun samninganna. "Hér á Akureyri er afar gott að búa í haginn fyrir orkufrekan úrvinnsluiðnað þar sem hægt er að styðjast við þróað þjónustukerfi og langa hefð fyrir þróttmiklum iðnaði. Þar við bætist nálægð við fjölbreyttar orkulindir; vatnsaflið í vestri og jarðvarmann í austri. Það hentar raforkukerfinu vel að fá á Norðurlandinu miðju stóriðju af hóflegri stærð, sem nýtir betur raforkuna, sem fyrir hendi er og krefst ekki strax stórframkvæmda við nýjar virkjanir Ég vil ennfremur lýsa ánægju minni yfir þátttöku íslenskra fjárfesta í þessu verkefni. Fjárfestingarfyrirtækið Strokkur hefur sýnt mikinn framfara- og brautryðjendahug með því að taka þátt í þessu átaki, sem vonandi á eftir að efla þekkingu okkar á léttmálmiðnaði auk þess að skila fjárfestunum nauðsynlegum hagnaði," sagði Össur Becromal framleiðir rafhúðaðar álþynnum sem notaðar eru í rafþéttaiðnaði. Fyrirtækið er það stærsta á sínu sviði í Evrópu með starfsemi á Ítalíu, í Noregi, Sviss og Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15. ágúst 2007 10:49 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15. ágúst 2007 10:49