Útflutningsverðmæti Becromal sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin áorka 15. ágúst 2007 13:22 MYND/365 Össur Skarphéðinsson segir ekki ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslu ítalska hátæknifyrirtækisins Becromal á aflþynnum verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin á Akureyri áorka í dag. Fyrirtækið undirritaði í dag samning við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar og einnig við Akureyrarbæ um lóð og aðstöðu. Um tíu prósenta aukningu á raforkuframleiðslu Landsvirkjunar er að ræða og er orkuþörf verksmiðjunnar 640 gígavattsstundir á ári sem er fimm sinnum meira heldur en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega. Strax verður hafist handa við að reisa verksmiðjuna og mun hún í fyrsta áfanga skapa um 40-50 ný störf sem síðar mun fjölga enn frekar með nýjum áföngum. Langt er síðan Akureyrarbær leitaði með stuðningi Fjárfestingarstofu hófanna meðal erlendra fyrirtækja á þessu sviði orkufreks iðnaðar. Áhugi var fyrir því að finna leiðir til þess að innleiða úrvinnsluiðnað úr áli sem gefur kost á að auka fjölbreytni áliðnaðar og skapa ný hátæknistörf. "Ég hef látið þá skoðun í ljós að orkufrekan iðnað eigi helst að byggja upp þar sem munar um hann í atvinnuþróun og aðdráttarafli búsetusvæðis," sagði Össur Skarphéðinsson í ræðu sem hann hélt í Listasafni Akureyrar við undirritun samninganna. "Hér á Akureyri er afar gott að búa í haginn fyrir orkufrekan úrvinnsluiðnað þar sem hægt er að styðjast við þróað þjónustukerfi og langa hefð fyrir þróttmiklum iðnaði. Þar við bætist nálægð við fjölbreyttar orkulindir; vatnsaflið í vestri og jarðvarmann í austri. Það hentar raforkukerfinu vel að fá á Norðurlandinu miðju stóriðju af hóflegri stærð, sem nýtir betur raforkuna, sem fyrir hendi er og krefst ekki strax stórframkvæmda við nýjar virkjanir Ég vil ennfremur lýsa ánægju minni yfir þátttöku íslenskra fjárfesta í þessu verkefni. Fjárfestingarfyrirtækið Strokkur hefur sýnt mikinn framfara- og brautryðjendahug með því að taka þátt í þessu átaki, sem vonandi á eftir að efla þekkingu okkar á léttmálmiðnaði auk þess að skila fjárfestunum nauðsynlegum hagnaði," sagði Össur Becromal framleiðir rafhúðaðar álþynnum sem notaðar eru í rafþéttaiðnaði. Fyrirtækið er það stærsta á sínu sviði í Evrópu með starfsemi á Ítalíu, í Noregi, Sviss og Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15. ágúst 2007 10:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir ekki ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslu ítalska hátæknifyrirtækisins Becromal á aflþynnum verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin á Akureyri áorka í dag. Fyrirtækið undirritaði í dag samning við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar og einnig við Akureyrarbæ um lóð og aðstöðu. Um tíu prósenta aukningu á raforkuframleiðslu Landsvirkjunar er að ræða og er orkuþörf verksmiðjunnar 640 gígavattsstundir á ári sem er fimm sinnum meira heldur en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega. Strax verður hafist handa við að reisa verksmiðjuna og mun hún í fyrsta áfanga skapa um 40-50 ný störf sem síðar mun fjölga enn frekar með nýjum áföngum. Langt er síðan Akureyrarbær leitaði með stuðningi Fjárfestingarstofu hófanna meðal erlendra fyrirtækja á þessu sviði orkufreks iðnaðar. Áhugi var fyrir því að finna leiðir til þess að innleiða úrvinnsluiðnað úr áli sem gefur kost á að auka fjölbreytni áliðnaðar og skapa ný hátæknistörf. "Ég hef látið þá skoðun í ljós að orkufrekan iðnað eigi helst að byggja upp þar sem munar um hann í atvinnuþróun og aðdráttarafli búsetusvæðis," sagði Össur Skarphéðinsson í ræðu sem hann hélt í Listasafni Akureyrar við undirritun samninganna. "Hér á Akureyri er afar gott að búa í haginn fyrir orkufrekan úrvinnsluiðnað þar sem hægt er að styðjast við þróað þjónustukerfi og langa hefð fyrir þróttmiklum iðnaði. Þar við bætist nálægð við fjölbreyttar orkulindir; vatnsaflið í vestri og jarðvarmann í austri. Það hentar raforkukerfinu vel að fá á Norðurlandinu miðju stóriðju af hóflegri stærð, sem nýtir betur raforkuna, sem fyrir hendi er og krefst ekki strax stórframkvæmda við nýjar virkjanir Ég vil ennfremur lýsa ánægju minni yfir þátttöku íslenskra fjárfesta í þessu verkefni. Fjárfestingarfyrirtækið Strokkur hefur sýnt mikinn framfara- og brautryðjendahug með því að taka þátt í þessu átaki, sem vonandi á eftir að efla þekkingu okkar á léttmálmiðnaði auk þess að skila fjárfestunum nauðsynlegum hagnaði," sagði Össur Becromal framleiðir rafhúðaðar álþynnum sem notaðar eru í rafþéttaiðnaði. Fyrirtækið er það stærsta á sínu sviði í Evrópu með starfsemi á Ítalíu, í Noregi, Sviss og Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15. ágúst 2007 10:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15. ágúst 2007 10:49