Innlent

Iceland Express flýgur til Barcelona

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingum gefst kostur á að fljúga til Barcelona með Iceland Express.
Íslendingum gefst kostur á að fljúga til Barcelona með Iceland Express. Mynd/ GVA
Iceland Express mun fljúga til Barcelona í vetur og hefst sala á hádegi þann 16. ágúst. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí að undanskildu hléi frá miðjum desember fram til 1. febrúar.

 

 

„Barcelona hefur verið einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga síðustu ár og með beinu flugi Iceland Express er nú hafin samkeppni á þessari flugleið. Borgin hefur löngum þótt ein af áhugaverðustu borgum Evrópu, með einstaka byggingarlist, fjölbreytt söfn, spennandi næturlíf og að sjálfsögðu knattspyrnuliðið Barcelona," segir í fréttatilkynningu frá Iceland Express




Fleiri fréttir

Sjá meira


×