Sýslumenn kostuðu meir en gert var ráð fyrir 15. ágúst 2007 10:37 Gunnar Svavarsson: Landlægur ósiður að ríkisstofnanir fari framúr fjárlögum. Á fundi fjárlaganefndar síðdegis í dag verður rætt um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2006. Þar kemur fram hvernig ríkisstofnanir hafa haldið sig innan fjárlaga. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að nýlundan í skýrslunni sé væntanlega sú að dómsmálaráðuneytið fari nokkuð framúr fjárlögum og sé það einkum sökum þess að sameining og breytingar á sýslumannsembættum hafi kostað meir en gert var ráð fyrir á síðasta ári. Alls nær skýrslan til um 400 ríkisstofnana og segir Gunnar að um fjórðungur þeirra fari fram úr fjárlögum. Hér sé einkum um stofnanir á sviði heilbrigðis- og menntamála að ræða auk utanríkisþjónustunnar. Stofnanir dómsmálaráðuneytisins hafa hinsvegar yfirleitt haldið sig innan síns fjárlagaramma hingað til. "Það er landlægur ósiður hér á landi að ríkisstofnanir fari fram úr þeim fjárlögum sem þeim eru sett," segir Gunnar Svavarsson. "Ég mun í störfum mínum leggja mikla áherslu á að breyta þessu enda er þessi vandi einsdæmi meðal Evrópuríkja." Gunnar segir að skoða beri sérstaklega þær stofnanir sem fari fram úr fjárlögum ár eftir ár. "Kannski hefur þar verið vitlaust gefið í upphafi og þá ber okkur að leiðrétta slíkt," segir Gunnar. "En menn verða að skilja að fjárlög eru lög og fara ber eftir þeim." Önnur mál á dagskrá nefndarinnar í dag verða Grímseyjarferjan og fjármál Ratsjárstofnunnar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Á fundi fjárlaganefndar síðdegis í dag verður rætt um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2006. Þar kemur fram hvernig ríkisstofnanir hafa haldið sig innan fjárlaga. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að nýlundan í skýrslunni sé væntanlega sú að dómsmálaráðuneytið fari nokkuð framúr fjárlögum og sé það einkum sökum þess að sameining og breytingar á sýslumannsembættum hafi kostað meir en gert var ráð fyrir á síðasta ári. Alls nær skýrslan til um 400 ríkisstofnana og segir Gunnar að um fjórðungur þeirra fari fram úr fjárlögum. Hér sé einkum um stofnanir á sviði heilbrigðis- og menntamála að ræða auk utanríkisþjónustunnar. Stofnanir dómsmálaráðuneytisins hafa hinsvegar yfirleitt haldið sig innan síns fjárlagaramma hingað til. "Það er landlægur ósiður hér á landi að ríkisstofnanir fari fram úr þeim fjárlögum sem þeim eru sett," segir Gunnar Svavarsson. "Ég mun í störfum mínum leggja mikla áherslu á að breyta þessu enda er þessi vandi einsdæmi meðal Evrópuríkja." Gunnar segir að skoða beri sérstaklega þær stofnanir sem fari fram úr fjárlögum ár eftir ár. "Kannski hefur þar verið vitlaust gefið í upphafi og þá ber okkur að leiðrétta slíkt," segir Gunnar. "En menn verða að skilja að fjárlög eru lög og fara ber eftir þeim." Önnur mál á dagskrá nefndarinnar í dag verða Grímseyjarferjan og fjármál Ratsjárstofnunnar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira