Innlent

Kvikmyndagerðarmenn vilja fund með útvarpstjóra

Hjálmtýr Heiðtal: Kvikmyndagerðarmenn vilja ræða við útvarpstjóra á næstunni.
Hjálmtýr Heiðtal: Kvikmyndagerðarmenn vilja ræða við útvarpstjóra á næstunni.

Hjálmtýr Heiðdal formaður Félags kvikmyndagerðarmanna segir að FK vilji fá fund með útvarpstjóra hið fyrsta. Á fundi FK í vikunni var m.a. rætt um þjónustusamning þann sem menntamálaráðherra gerði við RUV um framleiðslu á innlendu efni. Á fundinum kom fram að félagsmenn FK telja ófært að óvissa ríki um útfærslu á samningnum og eftirlit með honum.

Þjónustusamningur sá sem hér um ræðir gerðir ráð fyrir að RUV fá 150 milljónir kr. til framleiðslu á innlendu efni frá sjálfstæðum framleiðendum í ár og síðan vaxi upphæðin árlega og verði 250 milljónir kr. eftir þrjú ár.

Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri RUV segir að upphæðin í ár sé uppurin eða eyrnamerkt kaupum á innlendu efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Nefnir hann sem dæmi Eurovision og Gettu betur auk kaupa RUV á heimildamyndum.

Hjálmtýr segir að heimildamyndagerð innanlands sé í krísu vegna þess hve illa gangi að fá fjármagn til hennar. Og nú borgi RUV aðeins 5-15% af kostnaði við heimildarmyndir gegn því að fá frumsýningarréttinn. "Við viljum ræða við útvarpstjóra og fá hjá honum breiðari línur um hvernig nýta eigi þennan þjónustusamning næstu þrjú árin," segir Hjálmtýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×